16.5.2007 | 15:00
Redwork skipti
Ég fékk þetta líka flotta nálaveski og ekkert smá dúllulegt kort með, frá henni Hafrúnu Ástu Þannig að ég fékk eiginlega tvennt í Redwork Veit ekki hvort þetta sést nógu vel á myndunum, en kannske eru betri myndir af þessu inná blogginu hennar.
Takk, takk fyrir mig Hafrún Ásta!
Nú bíð ég eftir að heyra að mín sending hafi komist á leiðarenda, ætti að fara að skila sér, fór í póst fyrir helgi!
Ása
Athugasemdir
Ég þorði ekki að setja inn myndir fyrr en þetta væri komið á leiðarenda svo þú sæir þetta ekki fyrirfram. Gott að þér líkaði þetta. Var mjög gaman að búa þetta til.
Hafrún Ásta (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 15:22
Dugnaðurinn í ykkur öllum - nú sé ég fyrir endann á síðasta prófi vetrarins og sumarfrí í bústaðnum og Danmörku þannig að, allt sem er búið að kaupa og verður klárað á þessu sumri - þetta er ungbarnapeysa sem ég er búin að fitja upp á og ég tek í í hádeginu í vinnunni - bútasaumsteppi fyrir vinnufélaga sem á að eiga í águst og síðan Quiltmakerinn sem ég ætla að klára í júní - "áður" en ég kaupi næsta skammt af bútaefnum
Kv. Fríða
Fríða Ág (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.