Komin í ramma !

100_1178Er bara nokkuð sátt við þennan ramma.  Finnst hún bara koma vel út!

 

Það var vorfundurinn hjá einum öðrum handavinnuklúbb sem ég er í , í gær.  Súpufundur á Hótelinu í hádeginu.  Þetta eru Nunnurnar ( Harðangur og Klaustur Wink ) Við höfum hist einu sinni í mán. , yfir veturinn, annann laugardag í mánuði milli kl.1 og 3. saumað saman og svona skoðað hvað hinar eru að gera....... en alltaf endað veturinn á því að hittast yfir kaffi eða súpu !  Ég komst reyndar ekki í gær, þar sem ég er að ammast þessa helgina, en efast ekki um að þetta hafi verið gaman eins og alltaf.  Svo var búið að kaupa kveðjugjöf fyrir Línu, en hún er að flytja úr bænum.  Hún var með hannyrðaverslunina hér á svæðinu( lokaði í fyrra) og var mjög dugleg að vera með námskeið og einnig fengu Nunnurnar að hittast í búðinni hjá henni, meðan hún var til staðar ( frítt)

Annar hópur sem ég reyni að mæta í er Orkeringarhópur, sem reynir að hittast einu sinni í mán.

gengur nú ekki alltaf, erum færri, þannig að það munar um hvern og einn sem kemst ekki Errm  Þar er það hún Stína (Handavinnufrík nr. 1) sem reynir að halda utan um hópinn ( flestar lært þetta á námskeiði hjá henni Smile ) Hún er held ég aðallega að reyna að sjá til þess að þetta týnist ekki niður aftur!!!      

Svo er verið að reyna að fá mann til þess að koma í Bútasaumsfélagið líka.........................

Ætla nú aðeins að sjá til með það Cool

Kveðjur til allra handavinnufríka!

Ása 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Myndin í ramma er rosaleg flott, ég ætti kanski að rekja upp vitleysurnar of klára.... :)

Fanný (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 16:05

2 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Ekki spurning ; )

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 13.5.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband