Aftur fækkar í heimili!

Nú fer að líða að því að "LITLA BARNIÐ " fari aftur að heiman, alla vegna í sumar.  Hann og kærastan eru að fara austur á Egilstaði að vinna í sumar .  Kemur svo í ljós með haustinu, hvort hann kemur heim eða fer suður ( Einhverjar vangaveltur uppi)  Ég er nú svo skrítin að mér finnst það bara fín tilhugsun að vera að verða tvö aftur.Smile Það munar alveg ótrúlega um þennann 19 ára gutta minn!  Þó hann sé búinn að prófa að búa einn í 9 mán., þá er samt svo ótrúlega gott að komast aftur heim  " á Hótel Mömmu "  Fötin þvo sig bara sjálf og eru brotin saman og sett inn í herbergi ( leyfi honum nú að ganga frá þeim Blush)  Alltaf til fullt af mat, meira að segja eldað og sett á borð, þegar mamma er ekki á kvöldvakt. Joyful  Alveg óþarfi að ganga frá eftir matinn (nema maður sé beðinn um það Wink)  Ég veit ekki hvort þetta lýsir því að hann sé ofdekraður ( Það segja systur hans Halo ) eða slæmu uppeldi Shocking eða hreinlega vissri leti í mömmunni!!!  Það er oft fljótlegra að ganga frá sjálf, setja bækur, blöð og DVD diska á sinn stað og sjá um þvottinn fyrir hann, heldur en vera að tuða í honum OFT og MÖRGUM SINNUM Devil .  Ekki það að ég sé eitthvað tuskudýr með hreingerningaráráttu, langt frá því Grin , en mér finnst samt óþarfi að hafa drasl út um allt.  Þá verður óneitanlega minna pláss fyrir mitt dót FootinMouth ( ekki drasl, saumadót er ekki drasl Cool)  

Rebekka Lind verður hjá okkur í nokkra daga, mamma hennar er að skreppa suður á DJAMM !!!!  Þau systkinin eru reyndar líka að fara að hitta pabba sinn og hálfbræður sína.  Minn fyrrverandi er semsagt á landinu þessa dagana. 

Það eru aldrei rólegheit þegar Rebekka Lind er hjá okkur, hún talar út í eitt þessi elska, og verður helst að vera að gera eitthvað, ALLTAF Kissing Hún er búin að panta Kakósúpu og svo vill hún fá að gera svona " upp og niður og greiða" ( vefa) Annars er hún nú ekkert slæm, skapgóð og gegnir ömmu sinni alltaf Heart

ÚFF, þetta er nú búið að vera meira rausið í mér, nóg komið í bili !

Ása

ES. Hann sonur minn getur verið afskaplega duglegur, þegar HONUM dettur það í hug, þó að mér finnist hann á milli vera full lengi að framkvæma hlutina! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband