28.6.2006 | 15:40
Loksins frídagur
Búið að vera meira en nóg að gera. Skrapp í sumarbústað um þarsíðustu helgi, vorum í Svignaskarði frá föstudegi til mánudags. Skifti ekki máli hvort við vorum í heita pottinum eða ekki, vorum jafnblaut eini munurinn var að það var heitara í pottinum! Datt allt í einu í hug að hringja á skrifstofuna hjá veralýðsfélaginu Baldri og athuga hvort þeir ættu eitthvað laust, þá var einhver að afpanta vegna þess að dóttirin hafði farið á spítala. Segið svo að maður græði aldrei á óförum annarra....... Mamma og pabbi voru þarna í öðrum bústað ásamt Gerði Sif, Gauta og Önnu Sigyn, Palla og Inga, svo voru þær alltaf yfir daginn, Erla Guðný hans Palla og mamma hennar. Sædís, Beggi og Tinna Dögg komu svo rétt yfir bláhelgina, já og Hrönn kom líka. Þannig að ég hitti öll litlu systkinin mín þó að þau séu nú reyndar öll stærri en ég í dag..... Vegna þess að við fengum sér bústað gat ég boðið Rebekku Lind með, Guðrún Ósk hoppaði hæð sína, sá fyrir sér góða djamm helgi. Einnig bauð ég Laylu og Ásdísi Rún og Iðunn Ýr og Siggi kíktu svo til okkar. Þetta var nú bara notalegt, þrátt fyrir rigninguna. En af því að ég er svo mikill snillingur þá tókst mér að lenda í smá óhappi með bílinn.
Á mánudaginn skutlaði ég Laylu niður í Bónus í Borgarnesi, þegar við komum út aftur kíkti ég í báða hliðarspeglana og bakkaði svo, auðvitað skellti ég á ljósastaur sem var beint fyrir aftan bílinn
Eftir að við komum heim hefur verið vinna og aftur vinna, ein til tvær vaktir á dag þangað til í dag.
'I síðustu viku var líka nóg um fundi, tveir á mánudag og þriðjudag í sambandi við nefndarskipan, á miðvikudag var svo meirihlutafundur vegna bæjarstjórnarfunds sem var á fimmtudag. Og ég fór á minn fyrsta bæjarstjórnarfund, þó ég sé í 7. sæti og 3 varafulltrúar fyrir ofan mig. Stóð mig svona og svona, var dálítið stressuð vegna þess að fundurinn var sendur beint út á netinu og var búin að heyra að margir ætluðu að hlusta. Fór tvisvar upp í pontu klikkaði á smáatriðunum gleymdi að ávarpa fundinn rétt: " Forseti og aðrir fundarmenn." En það var nú svo sem í lagi, því Forsetinn gleymdi að ávíta mig, Sjálfsagt verið stress í fleirum en mér..... En nú er þessari fundasyrpu lokið, alla vegna í bráð.
Af skólamálum bónda míns er það að frétta að hann fékk hringingu fyrir helgi, bara þrír sótt um, ef ekki verða fleiri þá verður ekki hægt að hafa þetta nám næsta vetur En lokaákvörðun verður tekin um miðjan júlí, þannig að þangað til ríkir visst óvissuástand á þessu heimili
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.