25.4.2007 | 11:59
Gleymdi Bangsamyndinni!
Jæja, búin að fara og púla í sjúkraþjálfuninni, alveg ótrúlegt hvað það er erfitt að hafa sig af stað, eins og maður er nú ánægður með sjálfan sig, þegar maður er orðinn rennsveitt og æfingarnar allar búnar
Kveikti allt í einu á því að ég var búin að lofa að setja mynd af Bangsamyndinni minni inn hér líka, ákvað að drífa í því, þó það sé nú ekki komið mikið síðan seinast! Daman mín og LeyniSALið búið að ganga fyrir og svo er ég búin að vera að gera litlar fígúrur fyrir Línuna.
Gerður Sif , litla systir mín er að koma vestur í dag, með báða skæruliðana sína, þær verða fram yfir helgi, var að hugsa um að heilsa upp á þær, svo eru 2 næturvaktir framundan, vona að þær verði í rólegri kantinum ( Þá er möguleiki að maður geti saumað eitthvað )
Bið að heilsa í bili.
Ása
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.