Afslöppun, saumaskapur og kveisa!

Fór heim úr vinnu á fimmtudag, vegna magaverkja, ógleði og slappleika.  Ekki það skemmtilegasta sem maður lendir í, en svona kveisa sem er yfirleitt ekki marga daga að ganga yfir, sem betur fer........ Verð alltaf svo rosalega drusluleg þegar ég fæ svona skemmilegheit, ligg og sef á milli þess sem maður neyðist til að skreppa. : o   Þar fyrir utan er þessi vika (síðan á mán. ) búin að fara í afslöppun (LETI , öðru nafni) Þegar ég hef ekki verið að vinna þá er bara búið að sitja með saumadótið, í mesta lagi að það hafi verið aðeins kíkt á sjónvarpið........... alveg eins og búið var að ákveða  ; ) Ætlunin var að setja inn myndir en kerfið er eitthvað seinvirkt, svo ég reyni aftur seinna!

Kveðjur úr sól og roki í Bolungarvík 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband