28.5.2006 | 17:29
Spennufall!
Nú er útskriftin búin og kosningarnar búnar og maður finnur fyrir vissu spennifalli, hvað nú?
Útskriftin gekk bara vel, og þær voru nú sumar í hópnum að gera ýmislegt fleira en að útskrifast, eins og það væri ekki nóg! Elín átti afmæli í gær og þau Matti settu upp hringana!!! Og Bylgja blessunin gerði sér lítið fyrir og gifti sig í gær!!!! Það var einmitt verið að segja við hana, hvað hún væri rosalega fín, það mætti halda að hún væri að fara að gifta sig..... en Bylgja setti bara upp sinn sakleysissvip og eyddi því... Til hamingju Elín og Bylgja. Og bara til hamingju allar saman með útskriftina
Nú er Sædís systir að fara að útskrifast á næstu helgi úr Garðyrkjuskólanum. Mamma og pabbi sögðu að það væri nóg að gera hjá þeim, að fara í útskriftir hjá börnunum..... voru bara voða stolt.... eins og vera ber.
Þetta verður sennilega hálf skrítinn tími sem fer í hönd, bara RÓLEGHEIT, eða þannig, bara vinna.
Ekkert kosningastúss og enginn skóli. Verð nú að segja að ég er nú ánægð með að kosningastússinu skuli vera lokið, en sakna stelpnanna þetta var alveg meiriháttar hópur.
Er að hugsa um að fara út á pall og sleikja sólina, verð sennilega ekki til annarra stórræða í dag,
Hálf þreytt eftir gærkveldið
Athugasemdir
Til hamingju með útskriftina og kosningarnar.
Kv. fríða ág
Fríða Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 17:44
Hæ nafna, bara að kíkja á síðuna þina! Glæsilegt hjá þér. En hafðu það gott!
Kv Ása R
Ása Rut (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.