25.5.2006 | 14:45
Styttist óðum í kosningar og útskrift!
Aðeins tveir dagar eftir,svo ætti nú að fara að róast hjá mér. Búið að vera nóg að gera, hef verið niður á kosningaskrifstofu þegar ég hef ekki verið að vinna. Sameiginlegi framboðsfundurinn var í gærkveldi, fyrir fullu húsi, gekk svona ágætlega. Held að mitt fólk hafi alla vega ekki tapað á honum. Var mjög rólegur,Óli Kitt hafði á orði að þetta hefði verið svona eins og saumaklúbbur. Í dag ætla ég að vera heima hjá mér að undirbúa heimilið fyrir útskriftarveislu á laugardaginn. Það höfðu nú reyndar einhverjir orð á því að ég ætti bara að koma með fólkið mitt í kosningakaffi hjá K-listanum. Ekkert að vera að þessu veislustússi heima, ég benti fólki nú á það að sennilega verður þetta eina skiptið sem ég set upp svona koll full ástæða til að halda veislu finnst mér . Á morgun verð ég að vinna til fjögur, svo þarf ég að fara í búð og ná í bollana og það fyrir kosningakaffið, já og verð að muna eftir servíettunum Held að ég sé þá komin með það sem ég þarf að gera.
Svo er æfing í kirkjunni kl. átta annað kvöld... Eigum að mæta við skólann kl 11.45 á laugardaginn, fá blóm og húfuna, svo verður myndataka Eins gott að muna eftir brosinu þá! Guðrún Ósk mín var eitthvað að vandræðast með hvað fólk gæfi mömmu sinni í útskriftargjöf! Ég held hún eigi bara að þakka fyrir að ég skyldi ekki ætlast til að þau (börnin mín ) héldu veisluna fyrir mig
Nudd ritgerðin alveg setið á hakanum, samt ekki svo mikið eftir, en þarf samt að klára hana, læt það nú samt eiga sig fram yfir helgi....
Getur verið að Hrönn systir komi hér við á eftir, kenni mér að setja inn myndir, sjáum til...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.