Loksins Búin!!

Náði loksins að setja endahnútinn , búin að vera einhver ár, svona með hléum, að klára þessa mynd. 

Er enn að bíða eftir myndinni sem ég ætla að sauma næst, bíst við henni á morgun, búin að senda tollskýrslu....

 

Annars er svona allt með svipuðum hætti,

Layla mín inn á deild, verið að breyta lyfjum eina ferðina enn, vonandi að það heppnist núna.

Guðrún Ósk og Rebekka Lind búnar að liggja veikar báðar tvær, Rebekka Lind búin að vera með hlaupabólu og spurning hvort hún hafi fengið flensu oní hana, rauk upp með 41°stiga hita, aðfaranótt mánudags, búin að vera hitalaus núna í 2 daga, rauk svo aftur upp í 39,5°.

Og ekki má gleyma því að litla barnið mitt, sonurinn er fluttur heim aftur, atvinnulaus og finnst bara gott að vera heima á hótel mömmu, eftir að vera búinn að prófa að búa í 7-8 mán .........Wink

Af Iðunni Ýr er bara allt gott að frétta, kemst fátt annað að en fyrirhugað brúðkaup ( 18. ágúst )

Kveðjur úr Víkinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha, er Iðunn Ýr að fara að gifta sig. Þú segir manni aldeilis fréttir, og hvað á það að þýða að segja mér ekki frá því, verð að lesa um það á blogginu þínu......

hrönn (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband