16.5.2006 | 14:26
Fallegt ljóð sem segir svo margt!
Gjöfin
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl
Höfundur: Úlfur Ragnarsson
Þetta ljóð sendi ein elsta vinkonan mín mér einu sinni í jólakorti, mér finnst það svo fallegt að ég vil að sem flestir fái að njóta þess.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.