10.5.2006 | 11:11
JARÐGÖNG hvar og hvenær?
Á fund hjá Bæjarmálafélaginu í gærkveldi mætti Gísli Eiríksson umdæmisstjóri - nýframkvæmdir.
Hann fór yfir stöðu mála í sambandi við jarðgöng á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Það á að gera fleiri rannsóknir í júní og þá í Hnífsdal til að athuga þann möguleika. Þeir kostir sem hann fór yfir eru:
1. 2 bútar á Óshlíðinni + vegskálar og fleiri þil á Óshlíð og Eyrarhlíð
2. Frá Ósi að Seljadal + vegskálar og fleiri þil á Óshlíð og Eyrarhlíð
3. Frá Syðridalsvatni að Hnífsdal, innanvert við Hraun, vegur þvert yfir dalinn (brú) og áfram fyrir ofan byggð + vegskálar og fleiri þil á Eyrarhlíð
4. Frá Syðridal ,rétt innan við virkjun að Seljalandi, vegur inn dalinn (brú)
Kostur 1 og 2 eru ódýrari, hægt að taka kost 1 í áföngum. Hvað ætli það yrðu mörg ár í öruggan veg?
Ókostirnir eru að enn eru eftir 7 merkt snjóflóðasvæði á Óshlíðinni og svo auðvitað Eyrarhlíðin sem þeir verða auðvitað að gera úrbætur á, á meðan byggð er í Hnífsdal
Kostur 3 og 4 eru svipað dýrir. 'Okosturinn við kost 3 er að einhver hætta yrði á snjóflóðum bæði inn að göngum Syðridalsmegin( segjast vera komnir inn fyrir hættu, Hnífsdalsmegin) og vegurinn fyrir ofan byggð í Hnífsdal. Hver vill búa í þessum fínu húsum eftir aðþjóðvegurinn er kominn fyrir utan?
Ég sé ekki neinn ókost við kost 4, en sumir eru að tala um að inn í Syðridal sé snjóþungt og algjört veðravíti, þó ber mönnum ekki saman um það. Ég og fleiri teljum að þegar það væri kominn uppbyggður vegur þá verði snjósöfnun ekki vandamál og hvað er það versta sem gæti komið fyrir í verstu veðrum. Þó þú færir útaf, þá ætti ekki að vera svo mikil hætta, ekki er stórgrýtinu og sjónum
fyrir að fara inni í dal. Og þar yrðu engin hlið sem hægt væri að loka á mann. Fyrir utan svo það að þegar þú kæmir út úr göngunum við Seljaland þá er stutt í Bónus, flugvöll, skíðasvæðið og Vestfjarðagöngin( man ekki hvað Gísli sagði að þetta myndi styttast) Sennilega yrði jafnlangt að fara í Menntaskólann en 300 m. lengra að hringtorginu. Fyrir utan þann kost að minni umferð yrði um Krókinn, Fjarðarstræti og Sólgötu. Og það sem ég hef alltaf verið að benda fólki á að þá yrði komin svo mikið betri tenging við Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík. Ef við viljum sjá hér áframhaldandi byggð og meiri uppbyggingu í framtíðinni, þá þarf meiri samvinnu og eftir því sem útstöðvarnar eru sterkari því sterkari verður kjarninn!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.