19.9.2010 | 21:19
Vængjalausi engill!
Vængjalausi engill
Vængjalausi engill
sestu við hlið mér
Umvefðu hjarta mitt
með sakleysi þínu og einlægni
Komdu hérna barnið mitt blíða
vertu hérna hjá mér
Þú ein getur rekið í burtu
djöflana í lífi mínu
með ást þinni og kærleika
Þú ert það sem ég lifi fyrir
sú sem gefur mér kraft og orku
sú sem rekur burtu myrkrið
svo ég sjái ljósið bjarta
svo ég geti lifað
Vængjalausi engill
ég sakna þín
sestu við hlið mér
ástin mín
Athugasemdir
Vængjalausir englar eru mörgum lífsneystinn!
www.zordis.com, 23.9.2010 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.