19.9.2010 | 21:12
Myrkrahliðið!
Komdu með mér að myrkrahliðinu
þar sem djöflarnir syngja og dansa
þeir safna hinu ljóta og dimma
þeir safna hinu vonda, myrka og grimma
Komdu með minningar þínar
og ég kem með hugsanir mínar
gefum djöflunum veislu
og hendum þessu öllu inn fyrir hliðið
Eldarnir glæðast og djöflarnir gleðjast
þegar þeir fá hinar vondu minningar
hinar myrku hugsanir
sem koma úr innstu kytrum mannshugans
Komdu vinur að myrkrahliðinu
skiljum eftir allt illt
allt dimmt og allt ljótt
svo læðumst við í burtu hægt og hljótt
meðan djöflarnir halda veislu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.