Hafið !

Hafið

Ég stend á bryggjunni
horfi út á sjóinn
Lágt hvíslið í öldunum
laðar og seiðir
Loftið fullt af loforðum

Hafið segir: „Komdu til mín“
„Leyfðu mér að hugga þig,
 faðma þig og vernda“
„Ég skal taka burt
 allan þinn sársauka
 og öll þín mein...“
„Að eilífu“

Ég er uppgefin
og tár mín falla
Ég hef tekið ákvörðun

Andvarinn strýkur kinn mína
svo létt og huggandi
um leið og ég tek skrefið
og leyfi hafinu að taka
burt öll mín mein...
Að eilífu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband