27.1.2007 | 00:35
Vetrarfrí!
Yndislegt þetta orð "VETRARFRÍ" . Hvað er betra en að eiga frí svona um miðjan vetur, tala nú ekki um þegar maður hefur tök á því að skreppa út í sól og hita! En annars hef ég yfirleitt eytt mínu vetrarfríi hér heima og það er bara fínt, að geta leift sér að slappa af og gert bara það sem mann langar til...... hmmmm kemst upp hvað maður er latur , en ég verð bara að viðurkenna það að þessu leyti er ég eins og öll önnur kattardýr, finnst yndislegt að geta legið í leti á milli tarna.
Bíllinn er búinn að vera e-ð að ergja mig, var að hugsa um að kaupa nýjan,var búin að sjá einn sem ég var alvarlega að hugsa um, þangað til ég settist upp í hann og prufukeyrði... leist ekki á hann .
Svo núna verður bara flogið suður og tekinn bílaleigubíll fyrir sunnan.... e-ð kíkt á bílasölurnar og tékkað hvort maður sér e-ð sem stenst þær kröfur sem ég geri ; )
Best að fara að sofa , svo þarf að pakka niður í fyrramálið, er ein af þeim sem pakka aldrei fyrr en rétt áður en ég fer.....
Hafið það gott þar til næst!!!!
Es. Vetrarfrí fá þeir sem eru að vinna um jól, áramót, páska og aðra daga sem flestir líta á sem frídaga..................
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.