Að nenna eða nenna ekki!

 

Var svo löt í gær eftir vinnutörnina, að ég nennti ekki að gera neitt , sat bara og saumaði Brosandi

Dagurinn í dag ekki mikið skárri, er svo sem búin að sitja við tölvuna, en að ég hafi nennt að vinna við lokaritgerðina sem ég ætti að vera að vinna við , svona til þess að það sé nú frá, nei og nei.  Tók upp Formúluna, ætla að horfa á hana í kvöld með kallinum mínum( hann er á sjó ) svo ekki var sjónvarpsgláp að tefja mig, hef ekki einu sinni nennt út á pall að njóta veðursins.  Verð líklega að reyna að sparka í afturendann á sjálfri mér og nýta daginn eitthvað, hvort sem það verður ritgerð eða tiltekt sem verður ofaná---- Telst líklega lélegt dagsverk að setja 2x í þvottavél.,

Annars verð ég að segja ykkur frá því að hingað kom skólasystir mín og gömul æskuvinkona í heimsókn í gær, höfum ekki hist í 12 ár ( fermingarmót 94)  Hún var fyrst til að skrifa í gestabókina og er ég nærri viss um að þessi síða varð til að hún lét verða af því að sjá sig. Fríða var hér á æskuslóðum á bútasaumsmóti og var mjög gaman að hún skyldi droppa hér inn, hún hefur ekki samband við marga í árganginum frekar en ég. Hef verið að velta fyrir mér  hvort hægt væri að setja upp bloggsíðu fyrir árganginn og hafa þá smám saman upp á öllu liðinu og auðvitað fá fréttir af þeim. Glottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það væri ekki vitlaus hugmynd Ása. Skólasystkyni hans Palla eru með eitthvað svoleiðis held ég.

Hrönn (IP-tala skráð) 8.5.2006 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband