Farið að styttast í brottför !

 Ekki nema vika þar til við förum suður.  Ætlum að vera þar yfir helgina,hitta börn og barnabörn, förum svo út á þriðjudaginn 30.  Verðum í 2 vikur í sól og hita, YNDISLEG TILHUGSUN! Cool Grin

Hafði það af að taka niður jólaskrautið, tók nokkra daga í það, ekki eins mikil viðbrigði þegar þetta smáhverfur .Wink

Púsluspilið er enn á borðinu, enda ekki nema 4000 kubbar Tounge Samt miðar þetta svona hægt og rólega.

Var að ganga í saumaklúbb á netinu , Joyful  Allt í kross, finnst það sem verið er að gera þar mjög skemmtilegt.   Var að versla á Ebay í fyrsta skipti, gerði bara góðan díl,Whistling ef lýsingin stenst, kemur í ljós þegar ég fæ sendinguna.  Auðvitað var það fyrsta sem ég verslaði útsaumsgarn.... Maður getur alltaf á sig blómum (handavinnu) bætt.Grin

Hef verið að vinna aðeins meira heldur en ég á að vera, á ekki nógu marga vetrarfrísdaga til að geta verið tæpar þrjár vikur í burtu  Halo  En það er nú í góðu lagi, kem til með að skulda bara 1 vakt þegar ég kem heim Wink   Var að byrja í sjúkraþjálfun útaf hnjánum á mér, fór til hennar Fannýar elskunnar, hún er hreint að drepa mig, en eins og hún sagði: Fyrst versnar það áður en það bestnar!  Ég hef fulla trú á henni svo ég geri æfingarnar samviskusamlega, þó ég þurfi svo að nota gel og bólgueyðandi töflur til að geta hreyft mig skammlaust fyrstu daganaCool Hnén eru og hafa alltaf verið minn akkilesarhæll, kannske ekki skrítið.  pabbi búinn að fara í hnjáskiptaaðgerð á öðru hnénu og mamma að bíða eftir aðgerð á báðum.  Eki bætir svo úr aukaþyngdin sem maður er með, er að vinna í þeim málum, gengur kannske ekki hratt, en gengur þó Smile

ætli þetta sé ekki orðið gott þar til næstKissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heitt kaffi á könnunni í Hafnarfirði, bjallaðu í mig er í símaskránni. Ætlar þú kannski að fara á Sólarkaffið á föstudagskvöld??

Kv. Fríða  

Fríða (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 17:25

2 identicon

Heitt kaffi á könnunni í Hafnarfirði, bjallaðu í mig er í símaskránni. Ætlar þú kannski að fara á Sólarkaffið á föstudagskvöld??

Kv. Fríða  

Fríða (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 17:26

3 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Ekki víst ég geti þegið það í þetta skipti, börn og barnabörn ganga fyrir.

En ef ég hef tíma, þá bjalla ég! 

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 21.1.2007 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband